Sagan

2012

Sinalco kemur aftur til Íslands í boði Góu!

2010

Nýja 3D-lógóið frá Sinalco er opinberað.

2009

Sinetta djús með ávaxtasafa og 100% bragði er sett í sölu í Makedóníu, Jórdaníu og Írak.

2007

Sinalco valið eitt af vörumerkjum aldarinnar í Þýskalandi.

2005

Sinalco fagnar 100 ára afmæli sínu.

2002

Vörulínurnar Aquintéll og Energi-S eru kynntar til sögunnar.

2000

Ný hönnun á Sinalco flöskunni er kynnt til sögunnar.

1997

Hövelmann fjölskyldan kaupir alþjóðlega vörumerkið Sinalco og gerir það aftur að þýsku merki. Sinalco opnar höfuðstöðvar sínar í Duisburg.

1994

Hövelmann fjölskyldan frá Duisburg kaupir vörumerkið Sinalco fyrir Þýskaland, Austurríki og Lúxemborg. Það markar nýtt upphaf fyrir hið alþjóðlega Sinalco vörumerki.

1982

Sinalco lógóið er klætt í nýjan búning.

1979

Heimsfræga auglýsingastefið, „Sinalco schmeckt“ er notað í fyrsta sinn.

1970

Eftir andlát síðustu erfingja upprunalegs eiganda er Sinalco selt til Dortmunder Actien-Brauerei.

1960

Á sjöunda áratugnum er Sinalco að nýju orðið gífurlega vinsælt alþjóðlegt vörumerki. Sinalco er selt í 150 löndum og jafnvel notað í staðinn fyrir orðið „gosdrykkur“.

1950

Á sjötta áratugnum er nýja einstaka Sinalco flaskan búin til. Eftir stríðið er varan markaðssett að nýju um allan heim og markar söluhæsta ár fyrirtækisins frá upphafi. Sinalco opnar einnig sína fyrstu erlendu verksmiðju í Írak.

1938–1946

Í seinni heimstyrjöldinni og eftir hana hættir framleiðsla og útflutningur á Sinalco, vegna mikils hráefnisskorts og mikillar togstreitu milli landa.

1937

Sinalco lógóið er hannað og rauði hringurinn kemur til sögunnar. Þetta markar upphaf þessa heimsfræga útlits Sinalco vörumerkisins.

1932

Sinalco hefur gert 515 framleiðslusamninga um víða veröld. Meðal annars í: Buenos Aires (Argentínu), Lima (Perú), San Salvador (El Salvador), Valparaiso (Chile), Chicago (Bandaríkjunum), London (Bretlandi), Stokkhólmi (Svíþjóð), Aþenu (Grikklandi), Nikósíu (Kýpur), Istanbul (Tyrklandi), Tel-Aviv (Ísrael), Varsjá (Póllandi) og Windhoek (Namibíu).

1914–1918

Í fyrri heimstyrjöldinni er framleiðsla og útflutningur Sinalco lagður af.

1912

Sinalco kemur á markað í Bandaríkjunum.

1911

Sinalco hefur nú 67 umboðsmenn og dreifingaraðila utan Þýskalands. Þar má helst nefna: Kína, Egyptaland, Argentínu, Brasilíu, Chile, Spán, Tyrkland og Rússland.

1907

Sinalco er orðið að alþjóðlegu vörumerki! Drykkurinn sem upprunalega kemur frá Þýskalandi er nú orðinn fáanlegur um víða veröld.

1905

Drykkurinn hefur náð gífurlegum vinsældum og eftirlíkingar farnar að láta á sér bera þegar ákveðið er að nefna vörur fyrirtækisins Sinalco. Nafnið er dregið af latneska orðasambandinu „Sine Alcohole“ eða án áfengis.

1904

Bilz-Brauze nýtur gífurlegra vinsælda og selst í 25 milljónum lítra árlega. Sumarið 1904 voru seldar 60.136 flöskur á dag í Berlín.

1902

Sinalco, eða Bilz-Brauze, verður til þegar Friedrich Eduard Bilz og Franz Hartmann framleiða náttúrulegan drykk úr ávöxtum. Bilz-Brauze varð fyrsta óáfenga alþjóðlega drykkjarvörumerkið í Evrópu og naut gífurlegrar velgengni. Árið 1902 voru 2 milljónir lítra seldar, en 1903 voru 7 milljónir lítra seldar. Um 1903 mátti finna Sinalco í yfir 30.000 verslunum og veitingastöðum í Þýskalandi.