Fréttir

1.júní 2013

Kíktu í tappann!

Sumarleikur Sinalco 2013 stendur frá júní–ágúst.
Leikurinn gengur út á að í öllum Sinalco-flöskum er að finna lukkunúmer í tappanum.
Þegar búið er að finna lukkunúmerið er farið inn á Facebook-síðu Sinalco (facebook.com/sinalcoisland).
Þar er lukkunúmerið slegið inn og þátttakandi fær að vita strax hvort og þá hvað hann vann.
Hafi verið vinningur á númerinu kemur upp gluggi þar sem boðið er upp á að prenta út staðfestingu á vinningi.

Skoða mynd

28.maí 2013

Brenniboltamót

Taktu þátt í skemmtilegu brenniboltamóti laugardaginn 1. júní á Sjóaranum síkáta í Grindavík. Mótið byrjar kl. 11 á sparkvellinum við Grunnskóla Grindarvíkur. Ekkert aldurstakmark, bara fjör fyrir alla fjölskylduna.


Skráning fer fram á sinalcoisland@gmail.com og á staðnum (við stóru Sinalco flöskuna). Fimm í hverju liði. Í verðlaun er glæsilegar gjafakörfur frá Góu og að sjálfsögðu verður Sinalco í boði fyrir alla sem mæta á mótið.

Dagsetningar móta:

Sjóarinn Síkáti - Grindavík 1. júní (laugard.)

Klambratún - Reykjavík 17. júní (mánud.)

Akraness- Írskir dagar 6. júlí (laugard.)

Ormsteiti - Egilsstaðir 12. ágúst (mánud.)

Skoða leikjareglur

27. maí 2013

Leikjabók

Það er hörkufjör að fara í útileiki með vinum sínum. Í Leikjabók Sinalco finnurðu leikreglur ýmissa leikja s.s. Yfir, Þriðji hleypur, Að verpa eggjum, Dimmalimm, Löggur og bófar, Hollí hú, Brennó, Sinalco í flösku og Fallin spýta.

Sækja leikjabók (PDF)